news

Ferskt og hollt í eldhúsinu okkar

10. 09. 2019

Úr eldhúsinu okkar á Akri er allt gott að frétta. Sigurrós og Sirrý töfra fram dýrindis mat og brauð á hverjum degi. Þarna eru þær að elda barnvænt chili con carne frá grunni með fersku kóríander og slettu af lime safa og börnin elska það (án gríns). Það tekur nokkur skipti fyrir börnin að venjast svona "öðruvísi" mat en svo eru þau farin að biðja um matinn. Það á við um grænmetislasagnað, kartöflubuffið og bleikjuna.

© 2016 - Karellen