Innskráning í Karellen
news

Dagur sykursýkinnar

17. 11. 2021

Þann 14. nóvember var dagur sykursýkinnar og í tilefni dagsins langaði okkur að vekja athygli á sykursýki týpu 1.


Á Leikskólanum Akri eru 3 einstaklingar með sykursýki týpu 1, eitt barn og tveir starfsmenn.

Hjá einstaklingum með sykursýki týpu 1 safnast upp sykur í blóðinu vegna þess að brisið hættir að framleiða insúlín sem hefur þá þessi áhrif að styrkur sykurs í blóði hækkar og fram koma ofangreind einkenni.

Einkenni sykursýki eru þreyta, þorsti og tíð þvaglát, þessi einkenni koma þá fram vegna þess að sykur safnast fyrir í blóðinu.

Þrátt fyrir að þetta kallist sykursýki hefur þessi sjúkdómur lítið með neyslu sykurs að gera og flokkast sem sjálfsofnæmissjúkdómur ekki er vitað hvað veldur honum og ekki er til lækning.

Þar sem að brisið er hætt að framleiða insúlín þurfa einstaklingar með týpu 1 að fá insúlíngjöf oft á dag. Það er ýmist gert með pennameðferð eða insúlíndælu. Hversu mikið insúlín eintaklingur þarf er mismunandi á milli einstaklinga einnig hefur matur (aðallega kolvetni), hormón, hreyfing ofl. Áhrif á hversu mikið insúlín þarf hverju sinni.

Ef einstaklingur með sykursýki týpu 1 fær of mikið insúlín gæti hann farið í sykurfall. Það getur gerst ef einstaklingurinn borðar ekki nógu mikið eða við mikla hreyfingu. Helstu einkenni þess eru hraður púls, hausverkur, skjálfti og í mjög alvarlegum tilfellum geta einstaklingar misst meðvitund og fengið krampa. Við sykurfall þurfa einstaklingar að fá eitthvað sætt t.d. sætan ávaxtasafa eða þrúgusykur.

Í birtri rannsókn vísindamanna frá Stanford Háskóla í Bandaríkjunum 2014, kom fram að einstaklingar, eða umönnunaraðilar barna með sykursýki týpu 1, þurfa að taka 180 heilsutengdar ákvarðanir á hverjum degi umfram annað fólk vegna sjúkdómsins!

Þannig að það er alveg ljóst að þetta fólk okkar eru algjörir naglar!

© 2016 - Karellen