Innskráning í Karellen
news

Blómkálssúpa og nýbakað brauð

09. 09. 2020

Þær stöllur í eldhúsinu á Akri leggja mikinn metnað í að elda allann mat frá grunni og baka brauð þar á meðal súrdeigsbrauð. Á myndinni má sjá blómkálssúpu og snittubrauð með sólþurrkuðum tómötum. Grænmetissúpunar ganga undir mörgum nöfnum og er löggusúpan þar einna vinsælust. Súpurnar innihalda mikið grænmeti og eru úr svokölluðum mauksúpuflokki. Þar sem grænmeti er undirstaðan í súpunni og síðan maukað til að fá betri áferð á súpuna og einnig til að æfa litla bragðlauka, þar sem augun vilja oft dæma grænmetið þegar það er í stórum bitum. Við fáum okkur svo grænmeti sem meðlæti með mörgum réttum ásamt því að þær eru snillingar í að lauma grænmeti inn í matinn. Grænmetislasagna Akurs er svo vinsælt að það ruddi kjötsósu lasagna úr vegi og hefur haldið sínum stað sem vinsælasti maturinn á Akri síðan. Þær stöllur eru duglegar að kynna börnin á Akri fyrir nýjungum í mat og festist sumt í sessi á meðan annað fær að halda sína leið, enda eru börnin góðir matargagnrýnendur. Soðna ýsan stendur alltaf fyrir sínu og er að jafnaði einu sinni í viku og þá eru börnin á Akri (þegar þau komast upp á lagið) einstaklega hrifin af púrrulaukssmjörinu með fiskinum eða ,,lauksósu" eins og þau kalla það gjarnan. Já við erum vægast sagt stolt af okkar stórkostlegu matráðum þeim Sirrý og Sigurrós.

© 2016 - Karellen