news

Aðlögun og tengslamyndun

28. 08. 2020

Núna í ágúst eru okkar yngstu nemendur að taka sín fyrstu skref í skólaumhverfi. Geðtengslamyndun barna og kennara styrkist dag frá degi og er öryggi að vaxa. Með þessu aukna öryggi og með því að umvefja þau kærleika fá þau hugrekki til þess að leita að nýjum leiðum í félagslegum samskiptum og prófa sig áfram í tilverunni. Á myndinni má sjá dásamlegar vinkonur sem voru að hefja skólagöngu hér á Akri. Það er skemmst frá því að segja að við erum einstaklega stolt af okkar dásamlega samstarfsfólki, foreldrum og börnum.

Einnig langar okkur að hrósa foreldrum sérstaklega hversu jákvæð þau hafa verið og tilbúin í samvinnu í breyttu aðlögunar- og sóttvarnarumhverfi með grímur til að vernda okkar dásamlegu kennara.

© 2016 - Karellen